Kynningarmyndband - Ambassador klúbbur Meet in Reykjavík
Meet in Reykjavík starfrækir „Meet in Reykjavík Ambassador Club“, en hlutverk hans er að veita þeim stuðning, aðstoð og ráðgjöf sem vilja sækja alþjóðlegar ráðstefnur og viðburði til landsins. Meðlimir klúbbsins eru um 300 talsins og eiga það sameiginlegt að hafa tengsl við ýmis alþjóðleg félagasamtök eða stofnanir. Persónuleg tengsl geta vegið þungt í því að greiða fyrir komu slíkra viðburða til landsins en meðlimir klúbbsins fá aðgang að fjölbreyttu markaðs- og kynningarefni og aðstoð við upplýsingaöflun o.fl. þeim að kostnaðarlausu.