Áfram MICE Land 5.9.2019

September 23, 2019

Ráðstefnuborgin Reykjavík (Meet in Reykjavík) og Samtök ferðaþjónustunnar héldu ráðstefnu um vöxt, tækifæri og leitni í ráðstefnu-, viðburða og hvataferðaþjónustu á Íslandi 5. september 2019. Á fundinum voru þrír samstarfsaðilar (Ambassadorar) heiðraðir fyrir að hafa greitt fyrir komu stórra verkefna til landsins. Þetta voru þau Eliza Reid sagnfræðingur og forsetafrú fyrir ritlistarbúðirnar „Iceland Writers Retreat“ sem hafa farið fram árlega frá árinu 2014. Dr. Eyþór Ívar Jónsson fyrir evrópuþing EURAM samtakanna 2018 og Rósbjörg Jónsdóttir fyrir alþjóðlega ráðstefnu á sviði félagslegra framfara; „What Works Summit“ 2016, 2017 og 2019. Rósbjörg kom einnig að „Iceland Geothermal Conference” 2010, 2013 og 2016 og er í framvarðasveit „World Geothermal Congress“ sem verður haldið hér á landi í apríl 2020. Yfir 8000 erlendir gestir hafa komið til landsins vegna þessara viðburða og áætlaðar gjaldeyristekjur vegna þeirra eru yfir þrír milljarðar króna.

No Previous Videos

Next Video
Dr  Rob Davidson
Dr Rob Davidson

Dr. Rob Davidson from MICE Knowledge gave a keynote speech at an annual meeting for stakeholders in the Ice...